Í kvöld hófst fjórða umferðin í Subway deild karla. Álftnesingar tóku á móti Njarðvíkinum. Fyrirfram mátti búast við hörkuleik, Njarðvík taplaust og Álftanes aðeins tapað fyrir Íslandsmeisturum Tindastóls í hörkuleik. Fínasta mæting sem fyrr í Forsetahöllinni og góð stemming, sérstaklega hjá vaskri trommusveit Álftnesinga. Leikurinn var frekar jafn, Álftnesingar þó alltaf yfir og lauk með sigri þeirra
Leikurinn byrjaði einsog maður bjóst við, mikil barátta og skorað til skiptis. Álftanes þó með frumkvæðið sem má mikið til þakka stórbrotnum leik Douglas Wilsons. Mjög jafn og bara nokkuð skemmtilegur fyrsti leikhluti, kannski ekki áferðarfallegasti boltinn, en fínasta skemmtun. Staðan eftir fyrsta leikhluta jafn, 22-22, þar sem Wilson með 12 stig fyrir Álftnesinga og Mario með 10 fyrir Njarðvík.
Álftanes byrjaði síðan betur í öðrum leikhluta, voru með frumkvæðið án þess að stinga Njarðvíkinga af. Milka fékk sína þriðju villu þegar skammt var liðið á leikhlutann. Álftnesingar gengu á lagið og náðu níu stiga forystu þegar annar leikhluti var hálfnaður, þá tók Benni leikhlé. Leikurinn jafnaðist aðeins, Álftanes hélt sínu forskoti og munaði um minna að Milka var ekkert með og Mario ískaldur. Það fór svo að Álftnestingar leiddu í hálfleik, 48-37. Fannst einsog Njarðvíkingar vera eitthvað óhressa með dómgæsluna á köflum..
Það bar helst til tíðinda í byrjun seinni hálfleiks að Douglas Wilson skoraði sjálfskörfu þegar hann blakaði boltanum í eigin körfu. En annars byrjaði þetta nokkuð jafnt. Milka kom einbeittur til leiks og skoraði sín fyrstu stig og virtist vera að finna fjölina sína. Njarðvík byrjaði vel en Kjartan var fljotur að stoppa blæðinguna þegar munurinn var orðin fjögur stig.Elias Pálsson tók líka góðan sprett, en samt náðu Álftnesingar að auka forskotið aftur, Douglas og Dúi drógu vagninn sóknarlega. Einsog Mlka byrjaði vel þá voru honum ægilega mislgaðar hendur undir körfunni undir lokin. Álftnesingar leiddu með 9 stigum, 67-58 eftir þrjá leikhluta.
Eftir brösuga byrjun hjá báðum lið að skora, þá datt Njarðvík í takt með góðum leik Chaz Williams og þeir minnkuðu muninn niðrí 4 stig. Álftnesingar svöruðu samt og náðu að halda forystunni. Í lokin fór það svo að Álftnesingaru sigldu þessu örugglega heim, þrátt fyrir að missa Hörð út með fimm villur. Sanngjarn sigur hjá nýliðunum og þeir komnir með sex stig eins og Njarðvík.
Hjá Álftanes var Douglas Wilson yfirburðarmaður með 36stig og 10 frákst, frábær á báðum endum vallarins. Haukur Helgi er óðum að finna sitt besta form og var með 16 og 8frákst. Hjá Njarðvík var Chaz með 23 stig og 8 fráköst, Mario sem byrjaði feykivel var með 21 stig og 9 fráköst.
Næstu leikir þessar liða Í Subway deildinni er 2. Nóvember, þegar Álftnesingar heimsækja Þór í Þorlákshöfn á meðan Njarðvík fær nágranna sína í Grindavík í heimsókn.