spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSigurður og Frank til Ármanns

Sigurður og Frank til Ármanns

Ármenningar kynntu á dögunum að liðið hefði samið við tvo leikmenn um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Þetta eru þeir Sigurður Guðni Hallsson frá Sindra og Frank Gerritsen frá ÍR.

Sigurður er 22. ára bakvörður sem hefur leikið allan sinn feril hjá uppeldisfélaginu Sindra á Höfn. Leikmaðurinn hefur leikið hlutverk með liðinu síðustu ár og verið hluti af mikilli uppbyggingu körfuboltans þar á bæ.

Frank kemur frá ÍR þar sem hann er uppalinn. Hann er tvítugur bakvörður sem hefur verið hluti af Subway deildar liði Breiðhyltinga síðustu ár. Á síðustu leiktíð lék hann einnig með ÍA á venslasamningi seinni hluta tímabils.

Frank hefur æft með liðinu frá miðju sumri og hefur hrifið þjálfarateymið með krafti sínum. Við hlökkum til að sjá hann taka næsta skref á ferli sínum í Ármanns treyjunni segir í tilkynningu Ármanns.

Fyrsti leikur Ármanns fer fram í kvöld er liðið mætir Selfossi í Laugardalshöllinni kl 19:15.

Fréttir
- Auglýsing -