spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaIsaac Kwateng heiðursgestur á leik Ármanns og Selfoss - Verður sendur úr...

Isaac Kwateng heiðursgestur á leik Ármanns og Selfoss – Verður sendur úr landi í lok mánaðar

Fyrsta deild karla fer af stað í kvöld með sex leikjum. Í Laugardalshöll taka heimamenn í Ármann á móti Selfossi í spennandi leik. Bæði lið eru með nýjan þjálfara í brúnni og með nokkuð breytt lið frá síðustu leiktíð. Leikurinn hefst kl 19:15 í Laugardalshöll.

Ármenningar tilkynntu í gær að Isaac Kwateng yrði heiðursgestur á leiknum og honum yrði þar með sýndur fullur stuðningur í baráttu sinni fyrir tilverurétti sínum á Íslandi.

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að Isaac hefur fengið þær fregnir að honum verði vísað úr landi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ýmissa aðila að hafa áhrif á það. Kwateng hefur verið hér á landi í sex ár og verið virkur þátttakandi í samfélaginu í Laugardalnum. Þar að auki hefur hann verið virkur í starfi Þróttar þennan tíma og síðasta árið rúma verið vallarstjóri Þróttar. Þá hefur hann þjálfað yngri flokka félagsins og er gríðarlega vinsæll meðal barna og unglinga í hverfinu. Þrátt fyrir allt þetta hefur verið tekið ákvörðun um að senda hann úr landi í lok mánaðar.

Ármenningar ætla því að heiðra Isaac og sýna honum stuðning í verki fyrir leik kvöldsins.

Mynd: Þróttur

Fréttir
- Auglýsing -