Höttur lagði Grindavík í HS Orku höllinni í kvöld í fyrstu umferð Subway deildar karla, 87-104.
Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað þar sem liðin settu samanlagt 53 stig. Undir lok fyrri hálfleiks róaðist leikurinn þó aðeins en þegar liðin héldu til búningsherbergja var munurinn 10 stig Hetti í vil, 40-50. Heimamenn gerðu ágætlega í upphafi seinni hálfleiksins að miss gestina ekki lengra frá sér, en fyrir lokaleikhlutann var munurinn 11 stig, 66-77. Undir lokin nær Höttur svo enn að bæta í og ná að vinna leikinn að lokum með 17 stigum, 87-104.
Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var Dedrick Basile með 30 stig og 10 stoðsendingar. Fyrir Hött var það Deontaye Buskey sem dró vagninn með 35 stigum, 6 fráköstum og 7 stoðsendingum.
Myndasafn (Ingibergur Þór)