Undanúrslit EuroBasket 2022 fóru fram í Berlín í Þýskalandi í dag.
Í fyrri leik dagsins lagði Frakkland lið Póllands nokkuð örugglega, 54-95. Atkvæðamestur fyrir Frakkland í leiknum var Guerschon Yabusele með 22 stig og 4 fráköst. Fyrir Pólland var það AJ Slaughter sem dró vagninn með 9 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar.
Í seinni undanúrslitaleiknum hafði Spánn betur gegn heimamönnum í Þýskalandi, 91-96. Atkvæðamestur í liði Þýskalands var Dennis Schroder með 30 stig og 8 stoðsendingar. Fyrir Spán var Lorenzo Brown bestur, en hann skilaði 29 stigum og 6 stoðsendingum.
Úrslitaleikur mótsins á milli Frakklands og Spáns verður leikinn komandi sunnudag 18. september kl. 18:30, en fyrr um daginn, kl. 15:15, munu Þýskaland og Pólland mætast í leik um þriðja sætið