Ágúst Goði með laglega tvennu gegn Rhöndorf

Ágúst Goði Kjartansson og félagar í Black Forest Panthers máttu þola tap gegn Dragons Rhöndorf í suðurhluta Pro B deildarinnar í Þýskalandi, 90-93.

Ágúst Goði er að upplagi úr Haukum, en hefur leikið í Þýskalandi síðastliðin ár. Fyrir þetta yfirstandandi tímabil skipti hann til Black Forest frá Paderborn.

Þrátt fyrir tapið átti Ágúst Goði góðan leik fyrir Panthers, var framlagshæstur leikmanna liðsins með 11 stig, 2 fráköst, 11 stoðsendingar og stolinn bolta á rúmum 35 mínútum spiluðum.

Panthers hafa tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins, en hafa nægan tíma til þess að vinna sig upp töflu deildarinnar, þar sem 24 umferðir eru enn eftir.

Tölfræði leiks