spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFramlengdur sigur Njarðvíkur í opnunarleik Icelandic Glacial

Framlengdur sigur Njarðvíkur í opnunarleik Icelandic Glacial

Icelandic Glacial æfingamótið árlega rúllaði af stað í Þorlákshöfn í kvöld með tveimur leikjum. Í fyrri leik kvöldsins hafði Njarðvík betur gegn heimamönnum í Þór eftir framlengdan leik, 108-111.

Njarðvík byrja betur og leiða með 7 stigum eftir fyrsta leikhluta 19-27. Annar leikhluti er jafnari en Þór vinnur hann með 4 stigum. Seinni hálfleikur er jafnari og liðin að finna sinn leik. Leikurinn endar á að Josep jafnar á buzzer 96-96 og kemur þessu í framlengingu.

Í lok framlengingar setur Adam þrist til að jafna í 108-108 12.5 eftir af framlengingu 

Haukur setur þrist fyrir Njarðvík 108-111  með 5.8 sekúndur eftir og Þór tekur leikhlé, en missa boltann í innkastinu þar á eftir og þar með leikinn, 108-111.

Atkvæðamestir 

Hjá Þór var Josep með 36 stig 5 fráköst og 9 stoð næstur kom Svíinn Adam með 25 stig. Hjá Njarðvík var Oddur með 29 stig og Haukur með 16 stig

Kjarninn

Hjá Þór er vert að gefa gaum þeim Tómasi Val sem er að breytast í skrímsli inná vellinum aðeins 16 ára. Líka er Daníel sem kom frá Fjölni og Arnór frá Selfossi spennndi leikmenn til að fylgjast með í vetur. Adam og Josep voru góðir í kvöld auk Walker en þeir eiga inni Fotios og Pablo sem voru hvíldir og verður spennandi að fylgjast með þeim þegar þeir slípast saman.

Hjá Njarðvík er Elías spennandi ungur leikmaður og svo er Oddur að koma til baka eftir lengsta leikbann sögunnar og var stigahæstur í leiknum með 29 stig. Þá eru leikmenn eins og Macjek, Logi, Haukur og Mario með mikla reynslu og yfirvegun sem nýttist þeim í kvöld. 

Tölfræði leiks

https://www.karfan.is/2022/09/logi-eftir-frabaeran-fyrsta-leik-odds-aftur-i-graenu-erum-mjog-anaegdir-med-hann/
https://www.karfan.is/2022/09/emil-eftir-tapid-fyrir-njardvik-erum-ad-verda-betri/
Fréttir
- Auglýsing -