Íslandsmeistarar Tindastóls eru mættir til Parnu í Eistlandi þar sem liðið tekur þátt í forkeppni FIBA Europe Cup. Um er að ræða þriggja liða riðil þar sem liðið mun ásamt heimamönnum í Parnu mæta Trepca frá Kósovó, en aðeins eitt lið mun komast áfram úr riðlinum í keppnina.
Í fyrri leik sínum í forkeppninni lagði Tindastóll heimamenn í Parnu í gær og geta þeir því með sigri í dag tryggt sér sæti í riðlakeppni keppninnar.
Leikur Tindastóls gegn Trepca hefst kl. 16:00 í dag og verður í beinni útsendingu hér fyrir neðan.