Fjölnir fór létt með ÍR í Dalhúsum

Fjölnir hafði betur gegn ÍR í æfingaleik á dögunum.

Eftir nokkuð jafnan fyrsta leikhluta náði Fjölnir yfirhöndinni undir lok fyrri hálfleiksins, en staðan þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var 47-34. Í seinni hálfleiknum bætti Fjölnir svo enn við forskot sitt og sigraði leikinn að lokum með 23 stigum, 90-67.

Atkvæðamestur fyrir Fjölni í leiknum var Lewis Junior Diankulu með 24 stig og 10 fráköst. Fyrir ÍR var það Oscar Jørgensen sem dró vagninn með 21 stigi og 6 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Ert þú með fréttir af æfingaleik? Endilega sendið tölfræðiskýrslu eða myndir á [email protected].