Í hádeginu í dag var spá fjölmiðla og forráðamanna liða fyrir komandi tímabil í Subway deild karla gerð opinber á árlegum kynningarfundi deildarinnar á Grand Hótel í Reykjavík.
Karfan náði þjálfara nýliða Hamars Halldóri Karli Þórssyni í spjall við tækifærið og spurði hann út í komandi tímabil og hvað honum þætti um trú fjölmiðla og forráðamanna liða á liðinu fyrir komandi tímabil, en samkvæmt spá fjölmiðla mun Hamar falla í fyrstu deildina.