Í hádeginu í dag var spá fjölmiðla og forráðamanna liða fyrir komandi tímabil í Subway deild karla gerð opinber á árlegum kynningarfundi deildarinnar á Grand Hótel í Reykjavík.
Karfan náði þjálfara nýliða Álftaness Kjartani Atla Kjartanssyni í spjall við tækifærið og spurði hann út í komandi tímabil og hvað honum þætti um trú fjölmiðla og forráðamanna liða á liðinu fyrir komandi tímabil, en samkvæmt spá fjölmiðla verða þeir í 8. sæti á meðan að forráðamenn liða setja þá í 3. sætið.