Íslenska karlalandsliðið mætir Búlgaríu kl. 14:00 í dag í beinni útsendingu á RÚV í þriðja leik sínum í forkeppni Ólympíuleika 2024. Íslenska liðið tapaði fyrstu tveimur leikjum mótsins gegn Tyrklandi og Úkraínu og á því líkt og Búlgaría ekki kost á að komast í undanúrslit keppninnar.
Hérna er hægt að sjá hverjir það eru sem leika fyrir Íslands hönd
Karfan spjallaði við aðstoðarþjálfara Íslands Baldur Þór Ragnarsson um vegferð liðsins á mótinu, leikinn gegn Búlgaríu og hvaða máli þessir leikir skipta fyrir komandi verkefni, sem er undankeppni EuroBasket 2025, en hún hefst í febrúar.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil