Njarðvík hafði betur gegn KR í seinni undanúrslitaleik Haukamótsins í Ólafssal, 82-73.
Í fyrri undanúrslitaleiknum höfðu Haukar haft betur gegn Hetti og verða það því Njarðvík og Haukar sem munu leika til úrslita í mótinu á meðan að Höttur og KR leika um þriðja sætið.
Stigahæstur fyrir Njarðvík í leik dagsins var Calos Mateo með 19 stig, en honum næstur var Mario Matasovic með 18 stig. Fyrir KR var það Friðrik Anton Jónsson sem dró vagninn með 14 stigum og Troy Cracknell, Dani Koljanin og Oddur Rúnar Kristjánsson settu allir 13 stig.
Úrslitaleikur mótsins milli Hauka og Njarðvík fer fram á morgun kl. 18:30, en á undan honum, kl. 16:15 mætast Höttur og KR.
Ert þú með fréttir af æfingaleik? Endilega sendið tölfræðiskýrslu eða myndir á [email protected].