Styrmir Snær Þrastarson og félagar í Belfius Mons máttu þola tap í fyrsta leik fyrir Liege í BNXT deildinni í Hollandi/Belgíu, 83-69.
Styrmir var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik fyrir liðið og skilaði 8 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum á tæpum hálftíma spiluðum.