spot_img

Toni Cutuk til Þórs

Þór Akureyri hefur samið við Toni Cutuk fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla.

Toni er 23 ára, 208 cm króatískur framherji sem kemur til Þórs frá KK Sonik Puntamika sem leikur í efstu deild í Króatíu, en þar skilaði hann 6 stigum og 4 fráköstum á tæpum 20 mínútum spiluðum í leik á síðustu leiktíð. Þá var hann einnig á sínum tíma hluti af undir 18 ára landsliði Króatíu.

Fréttir
- Auglýsing -