spot_img
HomeFréttirÞetta eru liðin sem Ísland mætir í undankeppni EuroBasket

Þetta eru liðin sem Ísland mætir í undankeppni EuroBasket

Dregið var nú í hádeginu í undankeppni EuroBasket 2025.

Fyrir dráttinn var ljóst að andstæðingar yrðu eitt úr þessum þremur styrkleikaflokkum, en Ísland var í 7. styrkleikaflokk fyrir dráttinn.


2: Tyrkland, Bosnía, Ungverjaland, Bretland
3: Svartfjallaland, Slóvenía, Svíþjóð, Slóvakía
6: Rúmenía, Danmörk, Búlgaría, Sviss

Fór svo að Ísland hafnaði í riðil F með Tyrklandi, Rúmeníu og Slóvakíu.

Í heild voru það 32 þjóðir sem dregnar voru í riðla undankeppninnar, en lokamótið sjálft fer svo fram 2025 í Tékklandi, Þýskalandi, Grikklandi og Ítalíu.

Þjóðirnar sem halda lokamótið fá allar sjálfkrafa miða á lokakeppnina, en þær verða allar settar saman í riðil I og eru það því 36 þjóðir í heild sem taka þátt í undankeppninni.

Hérna er hægt að sjá hvernig dregið var í riðlana.

Undankeppnin verður spiluð í þremur gluggum, 9. til 12. nóvember 2023, 7. til 10. nóvember 2024 og 6. til 9. febrúar 2025.

Fréttir
- Auglýsing -