spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Þetta eru liðin sem Ísland gæti mætt í undankeppni EuroBasket 2025

Þetta eru liðin sem Ísland gæti mætt í undankeppni EuroBasket 2025

Styrkleikaflokkarnir hafa nú verið staðfestir fyrir dráttinn í EuroBasket 2025 sem fram fer í Mies í Sviss þriðjudaginn 19. september. Dregið verður í beinu streymi komandi þriðjudag, en hér fyrir neðan má sjá hvaða liðum Ísland getur lent í riðli með í undankeppninni.

Í heild verða það 32 þjóðir sem dregnar verða í riðla undankeppninnar, en lokamótið sjálft fer svo fram í Tékklandi, Þýskalandi, Grikklandi og Ítalíu. Þjórðirnar sem halda þetta lokamót verða allar settar saman í riðil I og verða það því 36 þjóðir sem taka þátt í undankeppninni.

Styrkleikaflokkana má sjá hér fyrir neðan, en þeir eru byggðir á heimslista FIBA.

Ísland er þar ásamt Finnlandi, Lúxemborg og Eistlandi í styrkleikaflokk 7 og munu samkvæmt skipulagi verða í riðil B, D, F eða H ásamt einu liði úr hverjum styrkleikaflokk 2, 3 og 6.

Styrkleikaflokkur 2:

Bosnía

Tyrkland

Ungverjaland

Bretland

Styrkleikaflokkur 3:

Svartfjallaland

Slóvenía

Slóvakía

Svíþjóð

Styrkleikaflokkur 6:

Rúmenía

Danmörk

Búlgaría

Sviss

Undankeppnin verður spiluð í þremur gluggum, 9. til 12. nóvember 2023, 7. til 10. nóvember 2024 og 6. til 9. febrúar 2025.

Líkt og tekið var fram verður dregið komandi þriðjudag 19. september og verður drátturinn í beinni útsendingu hér fyrir neðan.

Fréttir
- Auglýsing -