spot_img
HomeFréttirHrafn áfram með Þórsara

Hrafn áfram með Þórsara

{mosimage}

Hrafn Kristjánsson verður áfram þjálfari Þórsara en liðið féll úr Iceland Express deildinni á nýliðinni leiktíð og mun því leika í 1. deild á næstu leiktíð. Þórsarar unnu 5 af 22 leikjum í deildinni á síðustu leiktíð og féllu ásamt Hetti frá Egilsstöðum en liðin komu saman upp í Iceland Express deildina.

,,Ég býst við því að við höldum öllum okkar íslenska mannskap en það er óvíst með Helga Frey þar sem hann er líklegast á leið til Danmerkur í nám,” sagði Hrafn í samtali við Karfan.is. ,,Einnig er að bíða og sjá hvernig endurhæfingin hjá Óðni gengur í sumar,” sagði Hrafn en Óðinn Ásgeirsson meiddist snemma á tímabilinu og lék aðeins 4 leiki með Þór í deildinni og gerði í þeim 21,3 stig að meðaltali í leik.

,,Hér fyrir norðan eru allir virkilega ósáttir við sjálfa sig eftir síðustu leiktíð og það er ekkert annað á stefnuskránni en að bæta fyrir hana. Í sumar ætlum við bara að meta mannskapinn hjá hinum liðunum og ákveða með framhaldið í leikmannamálum,” sagði Hrafn. ,,Stefnan er, enn sem komið er, að fara upp á eigin verðleikum án bandarísks leikmanns og keyra eins mikið og mögulegt er á yngri leikmönnum,” sagði Hrafn að lokum.

Mynd: JBÓ

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -