{mosimage}
(Brynjar Björnsson í leik með KR, hann var stigahæstur í íslenska liðinu í dag)
Íslenska U 18 karlalandsliðið varð Norðurlandameistari í morgun er þeir lögðu Svíþjóð í úrslitaleiknum 82-69. Glæsilegur árangur hjá strákunum og óskar Karfan.is þeim innilega til hamingju. U 18 ára liðið varði, með sigrinum, Norðurlandameistaratitil sinn.
Fyrsta karfa leiksins kom ekki fyrr en tæpar fimm mínútur voru liðnar en Íslendingar leiddu að loknum 1. leikhluta 12-18. Forysta íslenska liðsins hélst svipuð í 2. leikhluta og gengu liðin til hálfleiks í stöðunni 28-36.
Enn í 3. leikhluta náðu Svíar að hanga í Íslendingum þrátt fyrir að íslenska liðið næði að koma upp um 10 stiga forystu en þá létu Svíaar ekki deigan síga og var staðan 46-50 Íslendingum í vil að loknum 3. leikhluta. Leiðir skildu svo með liðunum í 4. leikhluta þegar íslenska liðið komst í 59-68 þegar 2:40 mínútur voru til leiksloka. Svíar náðu ekki að nýta tímann sem eftir var til þess að jafna og fagnaði íslenska liðið sigri og sínum öðrum Norðurlandameistaratitli í röð.
Erlingur Hannesson, yfirfararstjóri í ferðinni, sagði í samtali við Karfan.is að það hefði verið frábær liðsheild sem hefði skapað sigurinn og að íslenska liðið hefði verið mun betri aðilinn allan tímann og að sigurinn hefði ekki verið í hættu.
Stigahæstur íslenska liðsins var Brynjar Björnsson, KR, með 20 stig og 5 fráköst en næstur honum var Hörður Vilhjálmsson, Fjölnir, með 19 stig og 5 fráköst.
Annað stigaskor íslenska liðsins:
Þröstur Jóhannsson – 14 stig
Sigurður Þorsteinsson – 13 stig/ 11 fráköst
Hörður Hreiðarsson – 7 stig/ 10 fráköst
Hjörtur Einarsson – 6 stig/ 4 fráköst
Rúnar Erlingsson – 3 stig