{mosimage}
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur tók í gær lokaákvörðun um að taka þátt í Evrópukeppninni næsta vetur líkt og síðustu þrjú ár. www.vf.is greinir frá.
Í tilkynningu á heimasíðu liðsins segir að Keflvíkingar vilji halda áfram að etja kappi við önnur toppfélög í Evrópu og verður fróðlegt að sjá hvort þeir muni mæta Njarðvíkingum, en þeir hafa einnig tilkynnt um þátttöku sína í FIBA Europe Cup keppninni.
Keflvíkingar eiga þátttökurétt í keppninni vegna góðs árangurs síðustu ár en ekki er ljóst hvort þeir þurfi að fara í umspil um Evrópusætið.
Frétt af www.vf.is