spot_img
HomeFréttirHöttur: Gífurlegur ferðakostnaður

Höttur: Gífurlegur ferðakostnaður

{mosimage}

Ferðakostnaður KKD Hattar vegna þátttöku sinnar í Iceland Express deild karla var gífurlegur á síðustu leiktíð. Heildarferðakostnaður var á milli 3-4 milljónir króna sem er talsvert hærri upphæð en önnur lið í deildinni þurftu að greiða.

Hafsteinn Jónasson, formaður KKD Hattar, segir í samtali við Snæfell, málgagni UÍA, að deildin hafi ekki skilað af sér slæmu búi. „Við erum langt komnir með að loka árinu á núlli,“ sagði Hafsteinn í samtali við Snæfell.

Ennfremur segir Hafsteinn að það sé ekkert mál að halda úti austfirsku úrvalsdeildarfélagi og segir að það eina sem vanti sé að geta byggt liðið á fleiri heimamönnum og stefnan sé sett á að koma liðinu sem fyrst upp í efstu deild.

Eins og kunnugt er þá féll Höttur úr IE deildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið 1. deildina árið þar á undan. Sama hvort liðið leikur í efstu eða 1. deild þá verður ávallt um mikinn ferðakostnað hjá félaginu að ræða en Hafsteinn og félagar munu halda ótrauðir áfram og verður forvitnilegt að fylgjast með gangi mála.

Heimild: Snæfell (málgan UÍA)

Mynd: Gunnar Gunnarsson

(Frá leik Hattar og Snæfells á síðustu leiktíð)

Fréttir
- Auglýsing -