ÍA lagði Skallagrím í gærkvöldi í æfingaleik í Borgarnesi, 95-99.
Heimamenn í Skallagrím byrjuðu leik kvöldsins betur og leiddu með 7 stigum eftir fyrsta leikhluta, 29-22. Leikurinn var svo nokkuð jafn undir lok fyrri hálfleiks, þar sem aðeins fimm stigum munaði þegar að liðin héldu til búningsherbergja, 52-47. Gestirnir frá Akranesi ná svo að vinna þriðja leikhluta með fjórum stigum, lokaleikhlutann með fimm stigum og niðurstaðan að lokum því fjögurra stiga sigur þeirra, 95-99.
Tölfræði leiksins má sjá hér fyrir neðan, en stigahæstur fyrir Skallagrím í leiknum var Keith Jordan með 24 og honum næstur var Björgvin Hafþór Ríkharðsson með 15 stig.
Fyrir ÍA voru Þórður Freyr Jónsson og Lucien Christofs stigahæstir, hvor um sig með 24 stig.