spot_img
HomeFréttirMoye líklega ekki hjá Keflavík

Moye líklega ekki hjá Keflavík

{mosimage}

Sigurði Ingimundarsyni, þjálfara Keflavíkur, þykir ólíklegt að A.J. Moye, bandaríski leikmaðurinn sem lék með Keflavík á seinustu leiktíð, verði aftur með liðinu á þeirri næstu.  

Moye er eftirsóttur hjá öðrum Evrópuliðum og hefur, að sögn Fréttablaðsins, fengið tilboð frá liðum um alla heimsálfuna.

Sigurður sagði í samtali við Fréttablaðið að honum þætti ólíklegt að Moye léki með Keflavík á næstu leiktíð. „Hann hefur verið að fá mjög mikið af góðum tilboðum undanfarið. Það sem lítur best út fyrir hann eins og staðan er í dag er Þýskaland en það er langt frá því að vera frágengið. Ég geri samt ekki ráð fyrir því að fá hann aftur,“ sagði Sigurður við Fréttablaðið.

Frétt úr Fréttablaðinu í dag

Mynd: www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -