{mosimage}
Íslenska U 18 ára landslið karla tapaði stórt gegn Spánverjum í A-deild Evrópukeppninnar í Grikklandi í dag. Lokatölur leiksins voru 55-98 Spánverjum í vil. Hörður Axel Vilhjálmsson gerði 19 stig í leiknum.
Staðan að loknum 1. leikhluta var 19-26 fyrir Spánverja en svo stungu þeir af og unnu t.d. annan leikhluta 13-26.
Næstur Herði í stigaskorinu var Sigurður Þorsteinsson með 13 stig og 7 fráköst. Næsti leikur U 18 ára liðsins er á morgun gegn Króatíu.