spot_img
HomeFréttirU 18: 21 stigs sigur à Makedoniu

U 18: 21 stigs sigur à Makedoniu

{mosimage}

(Helena Sverrisdóttir) 

Íslenska 18 ára landslið kvenna er komið á sigurbraut í evrópukeppninni í Chieti á Ítalíu eftir 21 stigs sigur, 78-57, gegn Makedoniu í öðrum leik sínum á mótinu í gær. Íslensku stelpurnar voru með 11 stiga forskot í hálfleik, 33-22, en gerðu endanlega út um leikinn med því að skora 19 fyrstu stig seinni hálfleiks og eftir það var aldrei spurning um hvort liðið myndi vinna. Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest með 27 stig, 13 fraköst og 8 stoðsendingar.  

Atkvæðamestar hjá íslenska liðinu gegn Makedóníu:

Helena Sverrisdóttir 27 stig (13 frk, 8 stoð)

María Ben Erlingsdottir 17 stig

Margret Kara Sturludottir 13 stig (10 frk, 3 stoð, 3 stolnir)

Bryndís Guðmundsdóttir 12 stig (7 frk og 4 stoð)

Sigrun Amundadottir 3 stig (7 frk)

Ingibjörg Elva Vilbergsdottir 2 stig

Berglind Anna Magnúsdottir 2 stig

Unnur Tara Jónsdottir 2 stig (3 stolnir) 

Liðið mætir Lettlandi í lokaleik riðilsins kl. 17:30 að íslenskum tíma í dag og þarf á sigri að halda til þess að komast áfram í milliriðilinn.

 

Frétt af www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -