{mosimage}
(María Ben)
Íslenska kvennalið U 18 hafnaði í 11. sæti í B-deild Evrópukeppninnar sem fram fer á Ítalíu. Ísland beið lægri hlut gegn Írum í dag 63-71 þar sem Keflvíkingurinn María Ben Erlingsdóttir gerði 22 stig og tók 6 fráköst.
Nokkuð jafnt var á með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim síðari sigu þær írsku hægt og bítandi fram úr og íslenska liðið varð að sætta sig við 11. sæti í mótinu.
Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, gerði 17 stig í leiknum en Keflvíkingurinn Bryndís Guðmundsdóttir setti niður 11 stig.