{mosimage}
(Axel í úrslitakeppninni með Skallagrím gegn Grindavík)
Axel Kárason, leikmaður Skallagríms, er kominn inn í A-landsliðið fyrir Pavel Ermolinkij sem er meiddur á úlnlið. Landsliðsþjálfararnir Sigurður og Friðrik völdu Axel í hópinn en hann mun hafa staðið sig með miklum ágætum í landsliðsundirbúningnum fyrir Norðurlandamótið.
Á vefsíðu KKÍ segir að aðbúnaður liðsins í Finnlandi sé góður og að liðið muni halda á sína fyrstu æfingu ytra í dag. Á morgun er svo fyrsti leikur Íslands gegn Finnum og hefst hann kl. 16:00 að íslenskum tíma.
Mynd: Gunnar Freyr – [email protected]