{mosimage}
Íslenska karlalandsliðið mun ekki ná að vinna sig í hóp A-þjóða á Evrópumótinu í september ef marka má skoðanakönnunina sem verið hefur í gangi hér á Karfan.is upp á síðkastið.
Spurt var hvort íslenska karlalandsliðið myndi komast í A-deild Evrópukeppninnar og svöruðu 57,1% spurningunni neitandi. 42,9% höfðu trú á landsliðinu en íslenska liðið hefur keppni í B-deild Evrópukeppninnar í september.
Komin er inn ný könnun hér á Karfan.is og að þessu sinni er spurt hvaða þjóð lesendur telji vera sigurstranglegust á HM í Japan.
Mynd: Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari, og Friðrik Ingi Rúnarsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari á blaðamannafundi á dögunum þegar farið var yfir fyrirliggjandi verkefni landsliðsins.