spot_img
HomeFréttirDikembe Mutombo gefur 15 milljónir dollara

Dikembe Mutombo gefur 15 milljónir dollara

 d
 Dikembe í leik með NY Knicks

Dikembe Mutombo leikmaður Houston Rockets hefur gefið 15 milljónir dollara til þess að byggja spítala í Kinshasa höfuðborg Kongó, en þaðan kemur centerinn litríki. Spítalinn mun vera skýrður í höfuð móður kappans sem lést árið 1997, en þá komst hún ekki á spítalann vegna borgarastyrjaldar sem þá var í Kongó.

Rétt um 10 mínútum frá spítalanum var faðir Dikembe snúið við af hermönnum og það eitt leiddi til dauða móður hans."Að gera svona hlut í nafni móður minnar hefur ekki aðeins mikla merkingu fyrir mig, heldur alla hér í Kongó" sagði Mutombo við tilefnið.

 

"Malaría drepur flest öll börn undir 5 ára aldri hér í Kongó" bætti Mutombo einnig við. Meðal líftími karla í Kongó eru 42 ár og 47 ár hjá konum.

 

Mutombo lenti í hremmingum Malaríu sjúkdómsins árið 1999 eftir að hafa snúið til Bandaríkjanna frá Kongó. Þá leið yfir hann eftir leik gegn Boston. Hitastig kappans fór yfir 40 gráður og eftir 12 klukkustundir á spítala í Boston gat engin læknir vitað hvað var að honum fyrr en lækna lærlingur frá Kenýu skoðaði hann og komast að því að kappinn þjáðist af Malaríu einkennum.

 

"Hún spurði hvort ég væri frá Afríku og hvort ég hefði verið þar nýlega. Hún bjargaði lífi mínu því aðeins 40 mínútum seinna voru komnar niðurstöður um Malaríuna og lyf voru á leiðinni frá Atlanta. Ég vildi óska að ég vissi nafn hennar" sagði Mutombo við fjölmiðla ytra.

 

Fréttir
- Auglýsing -