spot_img
HomeFréttirFannar samdi við ÍR til tveggja ára

Fannar samdi við ÍR til tveggja ára

 {mosimage}

(Fannar fylgist með ólafi félaga sínum skjóta að körfunni)

Fannar F. Helgason hefur gert tveggja ára leikmannasamning við ÍR. Fannar hefur verið einn af burðarásum ÍR síðustu tímabil eða frá því hann kom til liðsins árið 2002. 

Fannar æfði með A-landsliðinu fyrir Norðurlandamótið en var ekki valinn í lokahópinn en hann er orðinn spenntur eftir að næsta leiktíð hefjist.

 

„Æfingarnar með landsliðshópnum eiga eftir að skila mér miklu og mjög gaman að fá að taka þátt í því verkefni. Við í ÍR-liðinu ætlum að láta til okkar taka í vetur, það eru hörkuæfingar í gangi þessa dagana og mikill hugur í mannskapnum,“ sagði Fannar.

 

www.ir-karfa.is

Fréttir
- Auglýsing -