12:48
{mosimage}
(Jón Arnór gegn Finnum í Laugardalshöll)
Íslenska landsliðið tekur á móti Lúxemburg í sínum þriðja leik í B-deild Evrópukeppninnar á morgun. Bæði lið hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum sínum í riðlinum og þau hungrar eftir sigri.
Leikurinn fer fram í Sláturhúsinu í Keflavík og hefst kl. 20:00. Fjölmennum á völlinn og styðjum strákana til síns fyrsta sigurs í keppninni.
Kvennalandsliðið leikur svo sinn annan leik í B-deild Evrópukeppninnar á laugardag en sá leikur fer einnig fram í Keflavík og hefst kl. 14:00 þegar íslenska liðið tekur á móti Noregi.