Lokamót EuroBasket fór af stað síðastliðinn fimmtudag í Georgíu, Tékklandi, Ítalíu og Þýskalandi. Eins og í síðustu skipti er riðlakeppnin á ólíkum stöðum álfunnar áður en útsláttarkeppnin hefst, en þetta árið fer hún öll fram í Berlín í Þýskalandi.
Fram að útsláttarkeppninni sem hefst komandi laugardag 10. september eru 6 leikir á dagskrá sem alla er hægt að horfa á fyrir vægt gjald í gegnum Courtside 1891.
Þegar örugg áfram í 16 liða úrslitin eru 15 lið, Spánn, Tyrkland, Svartfjallaland, Belgía, Slóvenía, Þýskaland, Frakkland, Litháen, Úkraína, Ítalía, Króatía, Serbía, Pólland og Finnland. Í þremur af fjórum riðlum eru úrslitin því ráðin, en í riðil D (þar sem Serbía, Pólland og Finnland eru örugg áfram) er það spurning hvort Tékkland eða Ísrael fara áfram í 16 liða úrslitin, en liðin eiga leik kl. 15:30 sem mun skera úr um það.
RÚV hefur verið með útsendingar frá völdum leikjum riðlakeppninnar, en mun svo sýna alla 16 leiki útsláttakeppninnar í beinni útsendingu frá 10. til 18. september.