spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Yfirburðasigur á Lúxemburg

Umfjöllun: Yfirburðasigur á Lúxemburg

23:47 

 

{mosimage}

 

(Fannar Ólafsson sækir að körfunni)

 

 

Íslenska landsliðið barðist inn á beinu brautina í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld er þeir lögðu Lúxemborgara að velli, 98-76. Sigurinn var sá fyrsti hjá landsliðinu sem þegar hafði tapað fyrir Finnum og Georgíumönnum en þessar tvær þjóðir eru taldar þær sterkustu í riðlinum. Brenton Birmingham gerði 24 stig í leiknum og honum næstur var Logi Gunnarsson með 23 stig. Jón Arnór Stefánsson meiddist í upphafi leiks og lék ekki meir með íslenska liðinu í kvöld. Óvíst er að svo stöddu hve alvarleg meiðslin eru en hann snéri sig á vinstri ökkla.

 

Gestirnir gerðu fyrstu körfu leiksins en á svipstundu breyttu Íslendingar stöðunni í 11-2 og svo 16-6 þegar tæpar fimm mínútur voru liðnar af 1. leikhluta. Íslensku leikmennirnir voru sjóðheitir í upphafi leiks og léku hraðar sóknir og vörðust eins og ljón. Hlynur Bæringsson tók um fimm fráköst strax í upphafi leiks og lét mikið á sér kræla. Hann lauk leik með 10 fráköst í kvöld og ljóst að höggið frá Georgíumanninum, Zaza Pachulia, hefur ekki haft ein einust áhrif á hann. Fyrsta leikhluta lauk í stöðunni 25-12 Íslendingum í vil og lék Sigurður landsliðsþjálfari á 10 mönnum í þessum fyrsta leikhluta.

 

Íslenska liðið var við sama heygarðshornið á vítalínunni í kvöld, hitti aðeins úr 11 af 17 vítaskotum sínum en til allrar lukku var munurinn það mikill að sá þáttur leiksins hafði í raun aldrei áhrif.

 

{mosimage}

 

Þegar um fjórar mínútur voru liðnar af 2. leikhluta kom Jakob Sigurðarson Íslendingum í 36-18 með þriggja stiga körfu og skömmu síðar fylgdi önnur í kjölfarið og þá frá Brenton Birmingham og staðan því 39-18. Gestirnir minnkuðu muninn í 41-27 eftir nokkrar slæmar sóknir hjá íslenska liðinu þar sem smávægilegt „Finnafát“ kom á þá. Liðið hrökk þó aftur í gang og breytti stöðunni í 50-31 og þannig stóðu leikar í leikhléi. Jón N. Hafsteinsson kom sprækur inn í 2. leikhluta og sótti þar þrjár villur á skömmum tíma en hann lauk leik með fimm villur í kvöld og tvö fráköst.

 

{mosimage}

 

Alvin Jones, miðherji Lúxemborgara, lét vel að sér kveða í 3. leikhluta og var íslenska liðinu illviðráðanlegur. Honum varð þó of heitt í hamsi undir lok leikhlutans og gaf Helga Magnússyni einn á lúðurinn. Helgi var, eins og gefur að skilja, ósáttur fyrir vikið og þurftu leikmenn og dómarar að halda Helga og Fannari Ólafssyni frá Alvin en hann virtist vera reiðubúinn í að smyrja nokkrar vel útlátnar hnefasamlokur. Jones var vikið úr húsi fyrir framkomuna og mótmælt þeim dómi hástöfum en hafði sig þó út úr húsi að lokum. Við brotthvarf hans var allur vindur úr gestunum og íslenska liðið gekk á lagið og lauk leiknum með 22 stiga sigri, 96-76.

 

Stigaskor íslenska liðsins:

Brenton Birmingham, 24 stig

Logi Gunnarsson, 23 stig

Jakob Sigurðarson, 11 stig

Fannar Ólafsson, 10 stig

Magnús Gunnarsson, 8 stig

Páll Axel Vilbergsson, 8 stig

Friðrik Stefánsson, 6 stig

Jón Arnór Stefánsson, 6 stig

Hlynur Bæringsson, 2 stig

Jón N. Hafsteinsson, Egill Jónasson og Helgi Magnússon komu allir við sögu í leiknum en komust ekki á blað í stigaskorinu.

 

Byrjunarlið Íslands í kvöld:

Jón Arnór Stefánsson

Brenton Birmingham

Jakob Sigurðarson

Hlynur Bæringsson

Friðrik Erlendur Stefánsson

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -