spot_img
HomeFréttirÞjálfaranum synjað um atvinnuleyfi

Þjálfaranum synjað um atvinnuleyfi

10:35 

{mosimage}

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að makedónski körfuknattleiksþjálfarinn sem KFÍ hugðist ráða til starfa hafi ekki fengið atvinnuleyfi. Þá hafi leikmanni frá Serbíu einnig verið neitað um atvinnuleyfi en pólskur leikmaður er kominn til Ísafjarðar og er hann einungis einn af þremur erlendum aðilum sem til stóð að KFÍ myndi ráða til sín sem fengið hefur atvinnuleyfi.

 

Blaðamaður Morgunblaðsins, Sigurður Elvar Þórólfsson, ritar að Ingólfur H. Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ, undrist á vinnubrögðunum í kringum veitingu atvinnuleyfanna og að KFÍ hafi greitt 24.000 krónur bara til þess að starfsmenn skoðuðu umsóknirnar fyrir atvinnuleyfum leikmannanna og þjálfarans.

 

„Hvers vegna er ekki bara hægt að koma hreint fram , og segja okkur bara strax að þetta yrði ekki samþykkt, við hefðum eflaust getað notað þennan pening í margt annað,“ segir Ingólfur við Morgunblaðið í dag. Ingólfur segir ennfremur að íþróttastarfið á landsbyggðinni eigi undir högg að sækja og skilur ekki af hverju vinnumálastofnun er að setja einstaklinga í sérstaka „bása“ eftir þjóðerni þegar komi að íþróttamálum.

 

Heimild: Morgunblaðið 21. september

www.mbl.is

Fréttir
- Auglýsing -