14:11
{mosimage}
Heimsmeistarakeppnin í kvennakörfuknattleik fer fram í Braislíu um þessar mundir. Bandaríkin og Ástralía voru einu liðin í keppninni sem unnu alla sína leiki í riðlakeppninni. Í dag fara undanúrslitin í keppninni fram þegar Ástralía leikur gegn heimakonum í Brasilíu og aðalleikararnir úr kaldastríðinu mætast í hinum undanúrslitaleiknum, Bandaríkin-Rússland.
Rússar lögðu Spánverja í gær 60-56 í átta liða úrslitum, Brasilía vann Tékka 75-51, Ástralía lagði Frakkland 79-66 og Bandaríkin burstuðu Litháen 90-56.
Úrslitaleikurinn fer svo fram á laugardag en leikurinn um þriðja sætið fer fram rétt á undan úrslitaleiknum þann sama dag.
{mosimage}
Stigahæst í mótinu er Ástralinn Lauren Jackson með 22,5 stig að meðaltali í leik, henni næst var Spánverjinn Amaya Valdemoro með 20,4 stig. Flest fráköst að meðaltali í leik hefur Gisella Vega frá Argentínu rifið niður eða 9,4 að meðaltali í leik. Itoro Umoh frá Nígeríu hefur gefið flestar stoðsendingar að meðaltali í leik eða 5,8.
Myndir: www.fiba.com – Myndir frá leikjum á HM kvenna
{mosimage}