spot_img
HomeFréttirBowie til Grindavíkur

Bowie til Grindavíkur

15:09 

{mosimage}

Kvennakörfuknattleikslið Grindavíkur hefur gert leikmannasamning við Tamara Bowie og er hún væntanleg til landsins fyrir æfingamót Haukakvenna sem hefst þann 29. september næstkomandi. Bowie er 183 sm að hæð og mun skila stöðu miðherja hjá Grindavík í vetur. 

Unndór Sigurðsson, þjálfari Grindavíkurkvenna, sagði í samtali við Víkurfréttir að leikmannahópur Grindavíkurliðsins væri nánast sá sami og á síðustu leiktíð. Íris Sverrisdóttir væri komin aftur inn í hópinn en óvíst væri með Ólöfu Helgu Pálsdóttur. Hin bandaríska Bowie mun styrkja Grindavíkurliðið til muna en hún er stigahæsti leikmaðurinn sem komið hefur úr Ball State háskólanum og hefur leikið með Washington Mystics í WNBA deildinni.

 

Frétt úr vikublaðinu Víkurfréttum í dag, www.vf.is

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -