spot_img
HomeFréttirKobe skiptir um tölu

Kobe skiptir um tölu

d

10:36 

Kobe Bryant hefur ákveðið að skipta um númer fyrir komandi tímabil og mun hann nú spila í númerinu 24. Talan 24 verður fyrir valinu vegna þess að hann spilaði í því númeri með menntaskóla liði sínu (Lower Merion High School) til að byrja með. Á síðasta ári sínu í menntaskóla skipti hann svo í 33 en í því númeri spilaði faðir hans Joe "Jelly Bean" Bryant á sínum tíma.

Kobe hafði hugsað sér að spila í treyju númer 33 í NBA en þar sem þeirri tölu er búið að "leggja til hliðar" (Abdul Jabbar) hjá Lakers valdi hann töluna 8, en hann spilaði í henni þegar hann var unglingur á Ítalíu og einnig var hann númer 143 (samtals 8) í Adidas æfingabúðum á sínum yngri árum.

 

Strangar reglur eru um skipti á númerum leikmanna í NBA deildinni og t.a.m. þarf að lið að sækja um númerskipti 6 mánuðum áður en tímabilið hefst og einnig þarf leikmaður sem leikið hefur með sama liðinu að þurfa að hafa verið í sama númerinu fjögur tímabil í röð.

 

Vinsældir Kobe hafa verið á uppleið í Bandaríkjunum eftir mikla dýfu sökum hneikslismáls á síðasta ári. Treyja hans var fjórða söluhæsta treyja á síðasta ári og stökk upp um eitt sæti.

 

Þessi númeraskipti fara líklega á hátt á lista yfir þau númeraskipti sem orðið hafa í sögu NBA. En þau sögulegustu hljóta að vera þegar að Michael Jordan mætti í treyju númer 45 í síðustu 22 leikjum Bulls árið 1995. Annars skipti Jordan fljótt aftur yfir í 23 og vann þrjá titla til viðbótar í þeirri treyju.

 

Fréttir
- Auglýsing -