spot_img
HomeFréttirMyndir: Keflavík lagði Njarðvík í Húsasmiðjumótinu

Myndir: Keflavík lagði Njarðvík í Húsasmiðjumótinu

12:08 

 {mosimage}

(Arnar Freyr átti skínandi góðan leik í gær)

Annar keppnisdagur Húsasmiðjumótsins á vegum Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fór fram í gær. Fyrsti grannaslagurinn millum stórvelda Njarðvíkur og Keflavíkur á þessari leiktíð fór fram í gær og þar höfðu Keflvíkingar betur 86-92 eftir jafnan og spennandi leik. 

Keflvíkingar hafa því 1-0 yfir í þessum viðureignum liðanna en þau eiga eftir að mætast nokkrum sinnum í vetur og eru leikir þessara liða jafnan það allra besta sem íslenskur körfuknattleikur hefur upp á að bjóða.

 

Í síðari hálfleik fór Arnar Freyr Jónsson mikinn í liði Keflavíkur og gerði hverja glæsikörfuna á fætur annarri og setti þar fordæmi í leiknum sem félagar hans gátu fylgt til þess að landa sigri. Leikurinn var jafn og spennandi og ljóst að bæði lið hafa eru vel á veg komin í sínum undirbúningin fyrir upprennandi leiktíð.

 

{mosimage}

 

Jón N. Hafsteinsson lék ekki með Keflvíkingum í gær og þeir Jóhann Árni Ólafsson og Guðmundur Jónsson voru fjarverandi í Njarðvíkurliðinu. Logi Gunnarsson lék með Njarðvíkingum í gær en hann er samningslaus um þessar mundir og átti þokkalegan leik með sínu gamla félagi.

 

Haukar og Þór Þorlákshöfn mættust svo í síðari viðureign gærkvöldsins þar sem Þórsarar höfðu betur 85-81 en þetta var fyrsti sigur Þórs í mótinu og annar ósigur Hauka sem á dögunum urðu Greifa- og KBbanka meistara á Akureyri.

 

Síðasti keppnisdagur Húsasmiðjumótsins er í dag þegar Keflavík mætir Þór Þorlákshöfn kl. 14 í Ljónagryfjunni og gestgjafarnir í Njarðvík leika gegn Haukum kl. 18:00 eða strax að loknum landsleik Íslands og Írlands í kvennakörfuknattleik sem hefst kl. 16:00 í Sláturhúsinu.

 

Frétt af www.vf.is

Myndir: [email protected]

 

 

{mosimage}

 

 

 

{mosimage}

 

 

{mosimage}

 

 

{mosimage}

 

 

{mosimage}

 

 

{mosimage}

 

 

{mosimage}

 

 

{mosimage}

 

 

{mosimage}

 

 

 

{mosimage}

 

Fréttir
- Auglýsing -