18:40
Íslenska kvennalandsliðið landaði í dag sínum fyrsta sigri er þær lögðu Íra 68-56 í Sláturhúsinu í Keflavík. Ísland er því í þriðja sæti í sínum riðli en Írar eru í því fjórða og síðasta. Þetta var síðasti leikurinn í fyrri hluta riðlakeppninnar en henni lýkur á næsta ári.
Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 20 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar.
Nánar um leikinn síðar í kvöld í máli og myndum…