spot_img
HomeFréttirGrétar Örn til liðs við BK Amager

Grétar Örn til liðs við BK Amager

12:17 

{mosimage}

Grétar Örn Guðmundsson hélt til Danmerkur nú í haust til að stunda nám við Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn. Grétar Örn verður því liðsfélagi Jesper Winther Sörensen.  

Grétar Örn mun stunda nám í Arkitektarskóla í Kaupamannahöfn, Kunstakademiets Arkitektskole, og var hann að leita sér að liði þar í borg til að leika með. Þjálfarinn hjá SISU var spenntur fyrir honum, en tíminn sem fór í ferðalög á æfingar voru of stór mínus við það.

Grétar Örn er í námi ásamt kærustu sinni Arndísi Huldu og var hann sáttur við allt í Danaveldi, nema að honum vantaði að lið til að æfa og spila með.  Nú er strákurinn kominn með lið og varð niðurstaðan að hann léki með BK Amager, en með þeim leikur Jesper Winther Sörensen. Grétar Örn mun vera með Herrer 2 í byrjun og hefur þar æfingar.

Frétt af www.kr.is/karfa

 

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -