spot_img
HomeFréttirTindastóll vann í Stykkishólmi

Tindastóll vann í Stykkishólmi

22:31

{mosimage}
(Powerade-bikarinn byrjaði í kvöld)

Tindastóll vann Snæfell, 83-90, í fyrstu umferð Powerade-bikarsins. Þetta eru sannarlega óvænt úrslit en Tindastóll er nýliði í Iceland Express-deildinni. Hjá Stólunum skoraði Lamar Karim 45 stig og Steve Parillon var með 20. Hjá Snæfell var Hlynur Bæringsson með 26 stig og Justin Shouse skoraði 23 stig.

Fyrsta umferð í Powerade-bikarnum lýkur annað kvöld þegar Haukar heimsækja ÍR og hefst leikurinn kl. 19:15 í Seljaskóla.

Snæfell – Tindastóll 83-90
Grindavík – Þór Þ. 80-74
Fjölnir – Hamar/Selfoss 74-84

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -