spot_img
HomeFréttirHjörtur Harðarson: Sáttur við það sem komið er

Hjörtur Harðarson: Sáttur við það sem komið er

01:02 

{mosimage}

 

 

Keflvíkingurinn Hjörtur Harðarson tók við Haukum í sumar og er sannfærður um að liðið geti náð ofar í Iceland Express deildina en það gerði í fyrra. Karfan.is hitti Hjört að máli eftir sigurinn gegn ÍR í Powerade bikarnum í kvöld.

 

,,Við vorum að spila ágætlega á köflum í þessum leik og það er búið að vera stígandi í hlutunum hjá okkur og ég er bara þokkalega sáttur við það sem komið er,” sagði Hjörtur.

 

Spurður hvort Haukaliðið geti sett stefnuna ofar í Iceland Express deildinni í ár var Hjörtur sannfærður um að mikið byggi í hópnum. ,,Mér finnst við vera með hóp til þess að vera ofar í töflunni en í fyrra og þessir strákar hafa hæfileika til þess, í fyrra gekk ýmislegt á hjá þeim en nú er blandan hjá okkur skemmtileg, erum með hávaxið lið sem er skemmtilega fljótt upp völlinn,” sagði Hjörtur og bætti við að strákarnir ættu eftir að sýna meira í vetur en þeir gerðu í fyrra.

 

Haukar luku keppni í fyrra í 10. sæti Iceland Express deildarinnar í fyrra og unnu aðeins 5 af 22 deildarleikjum sínum.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -