17:01
{mosimage}
(Jón Arnór með ökklann í „kæli“ gegn Lúxemburg)
Jón Arnór Stefánsson lék ekki með Valencia gegn Cerámica þegar lið hans tapaði 94-95 á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Jón Arnór meiddist á ökkla í landsleik gegn Lúxemburg og hefur ekki enn náð fullum bata.
Damon Johnson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, gerði 5 stig þegar lið hans Hospitalet tapaði fyrir Huelva 102-79 í spænsku 1. deildinni um helgina.
Pavel Ermolinski gerði 17 stig fyrir Clínicas Rincón í 78-48 sigri gegn Club Prat í spænsku 2. deildinni en auk stiganna 17 tók Pavel 5 fráköst í leiknum.
Jakob Sigurðarson setti niður 12 stig fyrir Gestiberica Vigo í spænsku 2. deildinni er Getiberica lagði Huesca 90-78. Jakob lék í 17 mínútur í leiknum.
Helgi Magnússon gerði 8 stig í sínum fyrsta leik með Boncourt í svissnesku 1. deildinni þegar Boncourt varð að játa sig sigrað 70-75 gegn Beneton Fribourg. Helgi lék í 23 mínútur og tók 5 fráköst.
Byggt á fréttum úr Morgunblaðinu í dag