09:43
{mosimage}
KR hefur samið við leikmann að nafni Peter Thomas Heizer fyrir átökin í vetur en hann mun koma mikið að þjálfun yngri flokka hjá deildinni. Peter Thomas Heizer, sem er Þjóðverji, hefur verið hér á landi síðustu 10 daga í þeim tilgangi að komast að hjá liði í Iceland Express deildinni í gegnum félaga sinn Fannar Ólafsson og var KR fyrsti kostur.
Heizer og Fannar léku saman hjá Ulm í þýsku 2. deildinni og var Heizer þar með rúm 10 stig í leik. Hann lék síðasta vetur í Hollandi og gerði rúm 4 stig í leik áður en hann var látinn fara. Peter hefur þegar leikið 2 leiki með KR, fyrst gegn Val í Reykjavíkurmótinu og nú síðast gegn Grindavík í Poweradebikarnum. Heizer, sem er 192 cm bakvörður, gerði 15 stig í leiknum gegn Grindavík og þótti standa sig ágætlega.
Frétt af www.kr.is/karfa