spot_img
HomeFréttirHalldór Karlsson: Þurfum að bæta vörnina

Halldór Karlsson: Þurfum að bæta vörnina

13:42 

{mosimage}

 

 

 

Jafnan er hann með steytta hnefa á lofti að fá áhorfendur í lið með sér, elskaður og hataður í stúkunni Hvað sem því líður þá verður ekki tekið frá Halldóri Karlssyni, leikmanni Njarðvíkinga, að hann gefur sig allan í leikinn þegar hann er á annað borð inni á vellinum. Halldór kvaðst spenntur fyrir laugardeginum en sagði liðið eiga nokkuð í land í varnarleik sínum.

  .

„Þetta verður veisla á laugardag, við erum allt í lagi sóknarlega en þurfum að bæta vörnina. Það kemur allt saman á laugardag hjá okkur,“ sagði Halldór í samtali við Karfan.is eftir sigur Njarðvíkinga á KR í Laugardalshöll í gær.

 

„Íslandsmótið verður svakalega sterkt í ár, það verður fullt af góðum liðum í deildinni og margir sprækir útlendingar að koma inn. Við erum t.d. að fá einn sterkan inn og ég tel okkur vera í góðum málum,“ sagði Halldór og bætti við: „Við unnum alla þessa aukaleiki gegn Keflavík í fyrra en þeir unnu aðalleikina þannig að við tökum bara Keflavík á laugardag,“ sagði Halldór, öryggið uppmálað.

Fréttir
- Auglýsing -