07:00
{mosimage}
Jón Hrafn Baldvinsson hefur ákveðið að leika með Breiðablik á komandi leiktíð. Jón Hrafn fylgir Bojan Desnica sem er þjálfari Blika í 1. deild en Bojan var þjálfari kvennaliðs KR sem féll í 2. deild á síðustu leiktíð. Jón Hrafn er uppalinn KR-ingur sem hefur komið víða að í starfinu hjá KR.
Jón Hrafn Baldvinsson er framherji og hefur hann verið í meistaraflokkshópnum undanfarin tvö ár. Jón Hrafn var unglingalandsliðsmaður á sínum yngri árum, en hann er fæddur 1984.
Frétt og mynd af www.kr.is/karfa