07:30
{mosimage}
NBA-deildin kynnti á dögunum nýjan bolta frá Spalding sem á að vera notaður í deildinni í vetur. Boltinn hefur fengið mikla gagnrýni og þá sérstaklega frá Shaquille O´Neal sem segir að hann verði of sleipur þegar hann blotnar. Andúð hans á boltanum er töluverð og á dögunum líkti hann boltanum við ódýran bolta úr dótabúð. David Stern sagði á sunnudag að deildin myndi jafnvel ekki nota nýja boltann í vetur ef hann myndi ekki standast fleiri gæðaprófanir.
NBA-deildin hefur fengið mikla gagnrýni í tengslum við nýja boltann en hann er úr gerviefni á meðan boltinn sem er núna notaður er úr leðri.
David Stern sagði að það væri búið að gera prófanir og þeir myndu halda áfram í þróunarvinnu. “Við höfum gert tilraunir. Við bleyttum báða boltana og þegar leður boltinn er blautur í endanum á leik þá er hann mjög sleipur. En nýji boltinn breytist ekkert. Hann er eins allan tímann.” sagði Stern og bætti við. ”Einn af kostum nýja boltans samkvæmt Spalding er að þetta er betri bolti. Hann er nútímalegri og með gripi sem endist betur. En leikurinn skiptir okkur höfuðmáli.”
Samkvæmt reglum NBA má aðeins nota einn bolta í leik. Það er hægt að þurrka hann með handklæði en það er ekki hægt að skipta honum út fyrir annan. Þó er möguleiki á að NBA-deildin breyti reglunum þannig að það væri hægt að skipta boltanum út þegar hann verður sleipur.
David Stern sagði að Spalding hafði stungið uppá að skipta yfir í nýja boltann. “Þeir komu til okkar og sögðu að þeir hefðu tækni til að betrumbæta boltann. Þeir sögðu að við værum eina íþróttin, atvinnumanna eða í háskóla sem notaði leður og þeir hefðu tækni til að betrumbæta boltann.”
”Þeir komu til okkar fyrir nokkrum árum og sögðu að við þyrftum að sjá nýju tæknina. Þeir vildu setja boltann á markað í fyrra en við sögðum nei, sagði Stern.
"Við notuðum boltann í þróunardeildinni, NBDL-deildinni, og í sumardeildinni, fengum leikmenn til að prófa hann og ári seinni sögðust þier hafa bætt hann. Þá kýldum við á þetta og þannig er staðan í dag.” Sagði Stern.
NBA-deildinn er undir mikilli pressu að taka ákvörðun varðandi nýja boltann. Spalding vill setja hann á markað á meðan margir leikmenn vilja ekki sjá hann. Það verður spennandi að sjá hvað verður gert í þessu máli og víst er að David Stern mun taka ákvörðun og standa við hana en hann stjórnar NBA-deildinni af staðfestu.