13:00
{mosimage}
(Helga Jónasdóttir í leik með landsliðinu, Helga gerði 12 stig og tók 13 fráköst gegn Ármanni/Þrótt)
ÍS er Reykjavíkurmeistari kvenna 2006 en liðið vann lokaleik sinn í mótinu 87-16 gegn liði Ármanns/Þróttar. Stúdínur höfðu áður unnið lið Fjölnis (71-36) og KR (84-42) en fjögur lið tóku þátt að þessu sinni. ÍS er eina liðið í Reykjavík sem spilar í efstu deild en hin þrjú liðin spila í 2. deild í vetur.
Fimm leikmenn ÍS skoruðu á annan tug stiga fyrir ÍS-liðið í leiknum. Berglind Ingvarsdóttir var stigahæst með 20 stig en þar af komu 18 þeirra í þriðja leikhlutanum, Jófríður Halldórsdóttir var með 18 stig og 14 fráköst, Hafdís Helgadóttir skoraði 17 stig, Helga Jónasdóttir var með 12 stig og 13 fráköst og Kristjana Magnúsdóttir bætti við 10 stigum og 9 fráköstum.
ÍS lék án fyrirliða síns Þórunnar Bjarnadóttur sem engu að síður steig fram í leikslok og tók við bikarnum. Amman í ÍS-liðinu, Hafdís Helgadóttir, varði í gær Reykjavíkurmeistari í 11. sinn á ferlinum en hún skoraði 18 stig að meðaltali í leik í mótinu og var stigahæst Stúdína í mótinu.
Reykjavíkurmeistarar kvenna síðustu 20 árin:
2006 ÍS
2005 ÍS
2004 ÍS
2003 ÍS
2002 ÍS
2001 ÍS
2000 KR
1999 KR
1998 ÍS
1997 KR
1996 KR
1995 KR
1994 ÍS
1993 KR
1992 ÍR
1991 ÍR
1990 ÍR
1989 ÍS
1988 ÍS
1987 ÍS
1986 KR
Frétt af www.kki.is