Shaquille Oneal er enn og aftur að breyta um skotstíl í vítaskotum sínum í þeirri von um að auka styrk sinn örlítið á línunni. Eins og flestir vita hefur kappinn ekki góðri lukku að stýra frá "línunni" og hefur síðastliðin 2 tímabil verið með verstu nýtingu á ferli sínum (um 46%). Pat Riley hefur þurft að taka Shaq út af í lok leikja til að klára leikinn en hin liðin gera í því að brjóta á kappanum í þeirri von um að hann klikki á vítalínunni og þeir fái boltann. Í æfinga leikjum undanfarið hefur Shaq tekið vinstri hendina frá og virðist vera örlítið mýkri í skotinu. "Þetta lítur örlítið mýkra út verð ég að segja" sagði Pat Riley þjálfari Miami Heat.