spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÁrmenningar semja við Will Thompson

Ármenningar semja við Will Thompson

Það styttist rækilega í að 1. deild karla hefjist. Í gær tilkynnti Ármann að liðið hefði samið við bandarískan miðherja að leika með liðinu í 1. deildinni á komandi leiktíð.

Nýliðar Ármanns hafa bætt nokkrum leikmönnum við hóp sinn í sumar en þess fyrir utan heldur liðið flestum leikmönnum frá því að hafa farið ósigrað í gegnum 2. deildina.

Tilkynningu Ármanns má finna hér að neðan:

Will Thompson í Ármann

Ármann hefur samið við miðherjann Wil Thompson um að leika með liðinu á næstu leiktíð. 

Will er 203 cm öflugur miðherji sem kemur til með að styrkja liðið undir körfunni. Hann lék með Felician háskólanum í fjögur àr við góðan orðstýr.

Síðan þá hefur hann leikið sem atvinnumaður um allan heim, m.a. Í El Salvador. Síðast lék Will með ÍA á Íslandi fyrir rúmu ári þar sem hann var gríðarlega öflugur. 

Það er frábærar fréttir að Will taki slaginn þeð okkur Ármenningum en hann hefur æft með liðinu síðustu vikur.

Það styttist óðum í tímabilið en það hefst 23. september þegar við mætum Skallagrím í Kennó.

Bjóðum Will hjartanlega velkominn í Kennó og hlökkum til samstarfsins.

ÁFRAM ÁRMANN

Fréttir
- Auglýsing -